top of page
Search

Ég hef trú á sjálfri mér í fyrsta skipti

Updated: Sep 4, 2021

Brá Svafarsdóttir segir frá reynslu sinni af valáfanga í grunnskóla sem síðan leiddi hana í markþjálfun eftir að aflýsa þurfti valgreinum sökum Covid-19

„Ég var ekki á góðum stað og ég vissi ekki hvert skyldi leita, var mjög reið út í lífið og kom hreinlega bara oft mjög illa fram".

Þegar ég var í 10. bekk skráði ég mig í valfag í grunnskóla á Akureyri sem heitir Ungt fólk á uppleið og Magga var að kenna það. í byrjun skrópaði ég mikið og ef eg mætti þá var ég með kjaft og skildi ekki til hvers ég væri að mæta. Ég gerði mér enga grein fyrir hvað þetta gæti verið gott fyrir mig.


Ég gerði ekki verkefnin sem hún setti fyrir í tímum fyrr en í einum tímanum þegar ég tók þátt í einu verkefninu og opnaði mig aðeins á blað. svo fór Magga yfir verkefnin í tímanum og bað mig að vera aðeins lengur þegar tíminn var búinn. Eftir spjallið við hana fann ég strax að ég gæti leitað til hennar og sagt henni allt.

„Ég lærði að ég þyrfti að takast á við vandamálin ekki foreldrar mínir eða eitthver annar"

Mér finnst markþjálfun persónulega mörgusinnum betri en sálfræðingur þar sem Magga talar til baka, hlustar ekki bara á mig og ég fer heim árangurslaus heldur fæ ég verkefni sem gefur mér meiri vilja í að standa mig betur. Ég lærði að ég þyrfti að takast á við vandamálin ekki foreldrar mínir eða eitthver annar en ég sjálf.


„Viljann í að standa mig í skóla og koma mér í betri félagsskap og heilbreigðari lífsstíl, eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður".

Ég hefði aldrei trúað hvað hún og markþjálfun gætu haft mikil áhrif á mig og fólkið í kring um mig, með þessu finn ég hvað ég get líka hjálpað fólkinu í kring um mig. Ég er orðin svo mikið lífs glaðari, farin að taka allt öðruvísi á vandamálum. Hef mörugusinnum meiri trú á sjálfri mér og ber svo mikið meiri virðingu fyrir sjálfri mér að öllu leyti, þegar ég vakna á morgnana þá kem ég hlutunum í verk og er alveg hætt að fresta öllu sem ég ætla mér, get farið í sund í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær og elskað sjálfa mig eins og ég er.


En mikilvægast af öllu farin að segja við sjálfa mig að það er ekki mér að kenna það sem hefur komið fyrir mig!


127 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page