Hámarksárangur
Service Description
Einn mesta auð jarðar er ekki að finna í gull- eða demantanámum heldur í kirkjugörðum um allan heim. Þar er að finna hugmyndir og drauma sem aldrei urðu að veruleika og uppfinningar sem aldrei litu dagsins ljós. Ótti og hræðsla við að mistakast verða þess valdandi að margir fara með mikilfengleika sinn í gröfina. Ekki láta þetta verða þinn veruleika. Þegar þú skrifar ævisögu þína skaltu aldrei láta einhvern annan halda um pennann. Af hverju þarf ég markþjálfun, mér vegnar vel? Ef þú ert í góðri vinnu sem þú kannt að meta, átt fjölskyldu sem þú elskar og nýtur almennt velgengni, er lífið þá ekki bara ansi þægilegt eða notalegt? En er notalegt líf það líf sem þú sækist eftir eða getur verið að handan við hornið séu tækifæri sem kveikja aftur í þér, fá hjartað til að slá örar, löngun til að ná ennþá lengara, gera enn meira eða eitthvað allt annað? Ef þér finnst lífið fullkomið eins og það er þá er það frábært en ef þú vilt komast að því hvort í þér býr meira en draumur um „notalegt líf” þá er ástæða til að fara í markþjálfun. Fleiri lenda í kulnun eða brenna út í starfi nú en nokkurn tímann áður. Álagið er mikið, sérstaklega fyrir þá sem ætla sér á toppinn. Það er hægt að keyra sig áfram á hnefanum, skapvond/ur og vinalaus með vansæla fjölskyldu. Það er hægt að fara skynsamlegu leiðina, flýta sér hægt og passa upp á að allir þættir séu í jafnvægi. Klisjukennt, en engu að síður satt. Þeir sem njóta velgengni í lífi og starfi geta alltaf gert betur ef vel er að gáð, því til að ná hámarksárangri þarftu meira en þéttskipaða stundaskrá yfir vikuna. Þú þarft að setja þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið sem þú sleppir aldrei augunum af og endurspegla vinnu þína og þú endurmetur reglulega. Til að hjálpa þér að ná hámarksárangri á öllum sviðum lífs þíns gæti verið ganglegt að skoða eftirfarandi: • Ertu með skýra sýn á hvaða leiðir þú ætlar að fara til að ná markmiðum þínum, skammtíma- og langtímamarkmiðum? • Með hvaða hugarfari kýst þú að fara inn í daginn? • Í hvað eyðir þú tíma þínum og hverjir eru „tímaþjófarnir" þínir? • Þarft þú að koma þér upp nýjum hefðum eða venjum dag hvern sem hjálpa þér að nálgast markmið þín markvisst? • Hvaða þættir í þinni daglegu rútínu gefa þér orku svo hún endist út daginn? „Með réttu hugarfari dag hvern, breyttum áherslum og venjum, getur þú stuðalað að lífsgæðium sem þig hefði ekki órað fyrir“. - Brendon Burchard
Contact Details
+ 354 698 3010
info@margretmarkthjalfi.is
hafðu samband
Að hika er sama og hika
Margrét G. Gunnarsdóttir
+354 698 3010
Messenger