top of page

Markþjálfun fyrir fjölskyldur

  • 55 min
  • 15.900 íslenskar krónur
  • Location 1

Service Description

Heimilið er griðarstaður fjölskyldunnar, orkulind fyrir þreytt heimilisfólk til að endurnærast svo það geti tekist á við nýjan dag. Foreldrar og börn byggja heimili sitt í sameiningu og hafa áhrif á velferð hvers annars og hamingju. Gott heimilislíf er uppspretta trausts, virðingar, gleði, ástar og umhyggju. Það er mikilvægt að fjölskyldan standi saman sem heild, að þar sé að finna traust athvarf svo allir geti deilt jafnt gleði sinni og sorgum. Það skiptir máli að fjölskyldan leggi sig fram um að skapa góðar minningar sem síðan lifa með hverjum og einum lífið á enda. Ef eitthvert af grunngildum fjölskyldunnar bregst kemst ójafnvægi á heimilislífið sem grafið getur undan hamingjunni. Við slíkar aðstæður getur verið gott að tala við markþjálfa. Hann er hlutlaus aðili sem býr yfir verkfærum til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að finna leiðir til að endurheimta traustið, virðinguna, gleðina, ástina og umhyggjuna fyrir hverju öðru. Nútíma fjölskyldumynstur er margskonar og kjarnafjölskyldan eins og hún var skilgreind fyrr á tímum hefur tekið á sig fjölbreyttari myndir. Samband milli fjölskyldumeðlima getur verið flókið, sérstaklega ef grunngildin eru óljós og reglur, jafnt skrifaðar sem óskrifaðar, eru ekki skýrar. Í markþjálfunarsamtali er markmiðið alltaf að leyfa öllum fjölskyldumeðlimum að tjá sig óþvingað og að þeir upplifi að þeirra rödd skipti jafn miklu máli þegar viðfangsefni er valið og unnið með það. Fjölskyldumarkþjálfun gengur út á það sama og einstaklingsmarkþjálfun nema að fleiri sitja saman og vinna að settum markmiðum. Í ákveðnum tilfellum getur reynst vel að markþjálfi verji fyrst tíma með hverjum fjölskyldumeðlimi fyrir sig og bjóði síðar sameiginlega markþjálfunartíma þar sem allir úr fjölskyldunni mæta til að ræða málin og stilla saman strengi Markþjálfinn vinnur með fjölskyldumeðlimum við að finna út draumastöðuna og út frá þeirri sýn hvaða breytingar þurfi mögulega að gera til að ná fram þeirri stöðu. Það er ekki í höndum markþjálfa að dæma eða leita að sökudólgum. Það sama gildir í fjölskyldumarkþjálfun og annarri markþjálfun að fullur trúnaður og virðing fyrir þörfum hvers og eins er alltaf í forgrunni. „Við lifum öll með það fyrir augum að verða hamingjusöm; Líf okkar er svo ólíkt og samt alveg eins." -Anne Frank


Contact Details


bottom of page