top of page

Markþjálfun fyrir pör/hjón

55 min
24.000 íslenskar krónur
Location 1

Service Description

Gott samband getur alltaf orðið betra Samband snýst ekki um að eiga góðan maka heldur vera góður maki. Sambönd/hjónabönd snúast að miklu leiti um virðingu og traust. Flest þeirra eru ekki eins og lygnt stöðuvatn öllum stundum, heldur koma gárur á vatnið endrum og eins. • Langar þig til að efla samband þitt við maka þinn? • Langar þig til að samband þitt sé ástríkt og gefandi? • Langar þig til að þú og maki þinn vinnið að sameiginlegu markmiði? Skoðanaskipti geta leitt til ásakana, sem veldur streitu í sambandinu. Markþjálfinn vinnur með parinu/hjónunum við að finna út draumastöðuna og vinna að sameiginlegum markmiðum sem báðir aðilar hafa sterka löngun til að ná. Út frá þeirri sýn eru síðan skoðaðar leiðir til að komast á áfangastað og njóta ferðalagsins. Karlmenn og konur eru ólík í grunninn og því getur þurft að skoða sjónarhorn beggja og þær ástæður sem liggja að baki. Oft er talað um hjón sem einingu, að hjónin verði að einu. Ekki má þó gleyma að huga að vexti hvors einstaklings fyrir sig. Ef hjónaband á að endast lengur en meðal „Hollywood“ samband þurfa hjónin að taka sambandinu alvarlega og muna að fallegustu rósir geta fölnað ef ekki er hugað að þeim daglega. Para-/hjónabands markþjálfun gengur út á það sama og einstaklingsmarkþjálfun nema að fleiri sitja saman og vinna að settum markmiðum. Í ákveðnum tilfellum getur reynst vel að markþjálfi verji fyrst tíma með sitt hvorum aðila sambandsins og bjóði síðar sameiginlega markþjálfunartíma þar sem parið/hjónin mæta til að ræða málin og stilla saman strengi. Það er ekki í höndum markþjálfa að dæma eða leita að sökudólgum. Það sama gildir í para/hjónabandsmarkþjálfun og annarri markþjálfun að fullur trúnaður og virðing fyrir þörfum hvers og eins er alltaf í forgrunni. „Ekki eru það atburðirnir sjálfir sem áhyggjum valda, heldur horf manna við þeim." - Epiktets


Contact Details


bottom of page