Ungt fólk á uppleið
Service Description
Sem nemandi í gegnum öll skólastigin og seinna sem kennari sé ég að flest okkar læra snemma að fallbeygja orðið ég; Hér er ég, um mig, frá mér, til mín. En hvað felur þetta orð „Ég" í sér? Ef þú ert ekki viss um fyrir hvað þú stendur, án þess að fletta í gegn um samfélagsmiðla, slá inn nafninu þínu í Google eða hringja í vin, þá gæti verið gott að leita til markþjálfa sem hjálpar þér að komast að því hver þú ert í raun og veru, burtséð frá statusum eða myndum á Instagram. Fyrir hvað brennur þú, hver eru áhugamál þín og hvað langar þig virkilega að verða „þegar þú verður stór”? Hvað dreymir þig um en þorir ekki að segja upphátt? Ef ég hefði haft aðgang að markþjálfa sem unglingur eða ung kona hefði ég verið meðvitaðri um hvaða stefnu ég tæki í lífinu og á hvaða forsendum. Ég hefði mögulega fundið fyrr út hverjir draumar mínir væru og verið óhrædd við að elta þá. Samfélagið er komið með annan fótinn inn í „ÉG SKIPTI MÁLI” byltinguna sem hefur breytt viðhorfum og gert markþjálfa enn mikilvægari í starfi þar sem ungt fólk er orðið meðvitað og vill læra að þekkja sjálft sig betur. Með því að aðstoða ungmenni sem eru á tímamótum til að taka næsta skref í þá átt sem þau virkilega þrá, minnkar hættan á að þau fari vélrænt yfir á næsta skólastig fyrir utanaðkomandi þrýsting eða án þess að hugsa sig um. Markþjálfun nemenda á öllum skólastigum er skilvirkt verkfæri til að veita aðstoð við að: • Efla sjálfsöryggi • Auka hugrekki til að vera maður sjálfur og fara eigin leiðir • Bæta eigin frammistöðu hvort sem við á í námi eða einkalífi • Koma auga á nýja spennandi möguleika • Setja sér markmið og framfylgja þeim • Bæta námsárangur • Auka metnað „Segðu mér og ég gleymi því, kenndu mér og ég man það, leyfðu mér að taka þátt og ég læri”. - Benjamin Franklin
Contact Details
+ 354 698 3010
info@margretmarkthjalfi.is
hafðu samband
Að hika er sama og hika
Margrét G. Gunnarsdóttir
+354 698 3010
Messenger