top of page

Af hverju

Markþjálfun? Af því að hún skilar árangri

Markþjálfun er skilvirk aðferðafræði sem í höndum færs markþjálfa hjálpar þér að takast á við aðstæður sem koma upp í daglegu lífi, breytingar sem þú stendur frammi fyrir eða til að gera gott líf enn betra. Hún miðar alltaf að því að laða það besta fram hjá hverjum og einum hvort sem um ræðir í starfi eða einkalífi og nýta það til frekari árangurs.

 

Einkaþjálfun fyrir hugann

Þegar við förum í líkamsrækt til að æfa vöðva sem eru misvel á sig komnir eftir jafnvel áralanga vanrækslu þarf áræðni og eftirfylgni til að vöðvarnir nái sínu besta formi. Það sama gildir um hugann. Markþjálfun er í raun líkamsrækt fyrir hugann þar sem þú hefur markþjálfa þér við hlið í stað einkaþjálfara. Það sama má segja um einkaþjálfun og markþjálfun að miklu máli skiptir að þjálfarinn sé góður en meira máli skiptir þó að þú verjir þínum tíma og leggir þig fram svo þú uppskerir árangur í samræmi við væntingar. Þinn tími + þitt framlag = þinn árangur.

Markþjálfun er ekki eins hjá öllum, og fer eftir því hvaða viðfangsefni er tekið fyrir í hvert skipti. Þú ræður ferðinni, þú ert sérfræðingurinn í þínu lífi. Markþjálfinn notar verkfærakistuna sína til að hjálpa þér að uppgötva svo ótal margt í eigin fari sem færir þig sífellt nær því sem skiptir þig raunverulega máli akkúrat núna. Þú skiptir máli. Hugsanir einar og sér er yfirleitt ekki nægur hvati til að breytingar festist í sessi, en með því að setja sér raunhæf markmið og standa við þau eru hvatinn sem þú þarft, drifkrafturinn sem þú býrð yfir (en hefur mögulega fennt yfir í áranna rás) fundinn og þú verður óstöðvandi.

Ég get lofað þér því að þú:

  • Komir til með að fá skýrari sýn á hvað þig langar að öðlast

  • Öðlist trú á sjálfa/n þig og getu þína til að ná árangri

  • Eflir styrkleika þína

  • Finnir neistann sem í brjósti þínu býr, kraft og löngun til að hlusta á hann

  • Öðlist hugrekki til að fylgja hjarta þínu í þann leiðangur sem það sendir þig

  • Fáir alla þá hvatningu og utanumhald sem þú þarft til að komast á þinn draumastað í lífinu, hver svo sem hann er.

 

„Láttu eins og það sem þú gerir skipti máli, því það gerir það. Ef þú lætur eins og það skipti ekki máli deyrðu áður en þú fékkst tækifæri til að lifa“

- Ludwig Wittgenstein

bottom of page