top of page

Rannveig Sigurðardóttir

deildarstjóri

í grunnskóla

og staðgengill skólastjóra

Fyrir mig nýttist markþjálfunin sérstaklega vel til að flokka og halda utan um þau fjölmörgu og flóknu hlutverk og verkefni sem ég tekst á við daglega. Þar er tekinn frá tími til að skerpa á því sem skiptir máli að beina athyglinni að, hvort sem er í einkalífi eða vinnu. Með því að taka þennan tíma frá til að skoða hlutina vel með lausnir í huga þá eru meiri líkur á að ná árangri fljótt í því sem kannski er að trufla eða tefja hluti sem vel má laga.

 

Í markþjálfun gaf ég mér tíma til að horfa inn á við og hlusta eftir eigin innsæi sem getur gleymst í dagsins önn. Ég nýtti mér markþjálfun til að ná utan um ákveðin verkefni í vinnunni og skerpa á mínum gildum og væntingum til sjálfrar mín. Engin verkefni eru of smá til að vinna með og þessi tími sem ég nýtti í markþjálfun var svo sannarlega þess virði.

​

Eva Hilmarsdóttir

hjúkrunar

fræðingur

Það hefur verið frábært að koma í markþjálfun til Margrétar. Hún hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég hef verið að mikla fyrir mér að byrja á mastersverkefni og hefur hún hjálpað mér að koma mér af stað. Hjálpað mér að búta verkefnið niður, vinna þetta í smáum skrefum.

 

Margréti hefur tekist að láta mig hlakka til að fara að vinna í verkefninu. Hún er skilningsrík, getur sett sig í spor annarra, hefur góða nærveru og virkilega hvetjandi. Ég mæli hiklaust með því að fá aðstoð hjá henni.

Bjarney Hallgrímsdóttir

kennari

Sú ákvörðun að fara til Margrétar í markþjálfun var góð ákvörðun. Hún er mjög góður og þægilegur hlustandi sem veitti mér mikinn stuðning. Hún hjálpaði mér að læra um sjálfa mig til að verða sterkari einstaklingur. Hún var dugleg að hrósa sem gaf mér kjark til að takast á við erfiðara hluti. Meðal annars skoðaði ég hvernig "verkstjóri" ég vildi vera fyrir sjálfa mig, því hvert smáatriði skiptir máli. Ég er þakklát að hafa kynnst Margréti, takk vina.

Svava Ingimarsdóttir

öldrunar

sjúkraliði

Ég var fyrir þeirrar blessunar aðnjótandi að fá að koma til Margrétar í markþjálfun. Ég man eftir fyrsta tímanum þar sem talið barst að sjálfstrausti og sjálfsvirðingu, sem mig skortir. Hún  bað mig að skoða frá sjónarhorni annarra hvaða kostum og hæfileikum ég væri gædd, því ég gat ekki talið neitt upp sjálf. Wow hvað mér finnst það skrítið en útkoman var þvílík að ég átti ekki til orð yfir það.

 

Þakklætið í hjarta mínu var ólýsanlegt. Þetta var klárlega mikil viðhorfsbreyting að skoða sjálfa mig frá öðru sjónarhorni og að sjá að ég get breytt lífi mínu sjálf út frá þeirri tækni sem beitt er í markþjálfun. Mér fannst þetta mjög skemmtileg nálgun og að ekki er ómögulegt að gera það sem ég vil í lífinu. Takk elsku Margrét fyrir að hvetja mig áfram í áttina að mun betri lífsgæðum á einfaldari hátt.

​

Kamilla Jónsdóttir

menntaskóla

nemi

Markþjálfunin hjá henni Margréti hefur hjálpað mér mikið að vinna úr ýmsum hlutum og að finna lausnir við stórum og smáum vandamálum.

 

Ég öðlaðist meiri skilning á mér sjálfri og því sem ég stend fyrir eftir tímana hjá henni. Því mæli ég hiklaust með að fara til hennar Margrétar í markþjálfun.

Unnsteinn Tryggvason

meðeigandi Eagles North kyrrðarhofsins

Margrét er i fyrsta lagi frábær markþjàlfi, hún hefur mikla ástríðu fyrir þvi sem hún er að gera. Hún er hlý, góð að hlusta, skilningsrík og hefur einstaka nærveru.

 

Þetta allt saman gerir það að verkum að maður fær mikið út úr því að fara til hennar. Eg mæli eindregið með markþàlfun hjà Margréti.

Eva María Axelsdóttir

hjúkrunar

fræðingur

Ég mætti í viðtalstíma hjá Margréti. Og ég mæli 100% með þeim. Það sem ég fann hjá henni var skilningur, næmni, athygli og góð hlustun. Mér fannst hún virkilega skilja og hlusta á hvað ég hafði að segja. Viðtölin hjálpuðu mér til að öðlast betri skilning á sjálfri mér og þeim verkefnum sem ég var að fást við og finna úrlausnir á þeim. Margrét er algjört eðaleintak, yndisleg og hlý!

​

Elsa Moller

hjúkrunar-fræðingur, skógfræðingur MSc, nuddari

og jógakennari

Haustið 2018 var ég komin á krossgötur í lífinu mínu. Á staðnum sem ég bý langt út á landi þarf að fara langar vegalengdir til að komast að hjá fagfólki sem kann að hlusta. Ég var svo heppin að hitta Margréti á þessu tímapunkti  þegar ég þurfti á einhverjum að halda sem kunni að hlusta. Við tókum bara eitt markþjálfunarsamtal saman en það dugði mér til að komast áfram.

 

Ég talaði, Margrét hlustaði og spurði spurninga sem leiddu mig að svörum við efasemdum mínum. Hún kom ekki með góð ráð eða hugmyndur um hvað ég átti að gera. Hún var til staðar með virkri hlustun og einlægni. Hún endursagði atriði og benti mér þannig á það sem ég sagði en hafði ekki tekið eftir sjálf. Þetta er að mínu mati mikil kúnst og til vitnis um að Margrét er faglegur markþjálfi sem stóðst fullkomlega þær væntingar sem ég gerði mér og gott betur.

Ég mun vafalaust leita til Margrétar næst  þegar ég lendi á krosgötum. Mér líkar vel við hana og ber mikla
virðing fyrir konu eins og henni sem þrátt fyrir ungan aldur hefur aflað sér dýrkeyptrar lífsreynslu sem hún
kann að nota markvisst og faglega sem markþjalfi.

​

Sigtryggur Gíslason

miðill

Markþjálfunin hjá Margréti hefur hjálpað mér mjög mikið, þetta hefur fært mér sýn á hvað ég var að skaða sjálfan mig með neikvæðni og letjandi sjálfstali.

 

Ég fór að sjá aftur yfir hvaða styrkleikum ég bý og rækta þá betur. Það að hafa þegið markþjálfunina hjá Margréti var ekki síst gagnlegt af því að hún býr yfir svo miklu innsæi vegna sinnar víðtæku lífsreynslu, sem hún nýtir vel í markþjálfuninni.

Rannveig Björnsdóttir

Í lok sumars 2018 hófum við Margrét okkar ferðalag sem fólst í því að ferðast í markþjálfun. Markþjálfun sem inniheldur regluleg viðtöl sem kalla á mikla innri vinnu og endurröðun viðhorfs, gilda og hegðunar.

​

Margrét hefur stutt mig í að gera breytingar á lífi mínu og lífsviðhorfi, standa með sjálfri mér og horfa á það fallega í kringum mig. Þetta átti ég mjög erfitt með að takast á við þar sem ég vildi bara vera ein heima og gera það sem þurfti að gera, eins og ég hafði gert alla mína lífstíð, farið á hnefanum. Allt í einu sá ég sólina og gat breytt ýmsu og síðast en ekki síst verið kát og glöð sem ekki var inni í lífi mínu. Ég mæli ég eindregið með slíku ferðalagi með Margréti. Takk kærlega fyrir mig.

​

fyrrverandi þjónustu

fulltrúi í banka

Sigurður Sölvason

Góðan dag Sigurður heiti ég og ég hef farið í markþjálfun hjá Margréti. Sjálfur hef ég átt létt með að kafa inná við hjá mér en eftir nokkra tíma og hjálp Margrétar þá komst ég á mörgu hjá mér sem mig langar að skoða í mínu fari og hefur sú ganga verið skemmtileg og uppbyggjandi. Þessi tímar komu mér mikið á óvart þar sem ég hélt að ég væri mjög svo djúpur á sjálfan mig en það var svona eins og ég vaknaði upp við aðra hlið af sjálfum mér. Eitthvað sem ég hef ekki viljað sjá út af ótta. Með leiðsögn og aðstoð markþjálfunar þá hefur mér verið færð verkfæri til að takast á við þennan ótta í mínu lífi. Ég mun alltaf muna eftir samtölunum sem við áttum og aðstoðina sem ég fékk í markþjálfun.


Mæli ég mikið með markþjálfun hjá henni Margréti. Hún er fagmaður í sínu fagi og mun klárlega geta haft áhrif á líf þeirra sem til hennar sækja eins og gerðist í mínu tilfelli.

​

æskulýðs

fulltrúi

Ólöf S. Björnsdóttir

Á þeim tíma sem ég hef verið í markþjálfun hef ég lært betur að þekkja sjálfa mig og fyrir hvað ég stend. Í markþjálfuninni hef ég fengið mörg verkfæri í hendurnar sem hafa hjálpað mér að verða betri útgáfa af sjálfri mér.

 

Ég hef náð betri tímastjórnun, hef náð að sleppa tökunum af hlutum sem ég veit núna að ég get ekki stjórnað og lært að setja sjálfa mig í fyrsta sætið í mínu lífi.

kennari og rekur eigið fyrirtæki

Lára Kristín Jónsdóttir

Hver hefur ekki heyrt af markþjálfa og myndað sér skoðun á því „fyrirbæri“ án þess að prófa? A.m.k er ég ein af þeim. En ég er forvitin að eðlisfari og ákvað að láta slag standa og fara í einn prufutíma til Margrétar. Ég sagði við hana þegar ég settist að ég hefði engar væntingar og vissi í raun ekkert hvað ég ætti að tala um, því lífið væri bara asskolli fínt með sínum sólar- og rigningardögum. Það er skemmst frá því að segja að þegar ég settist inn í bíl eftir rúmlega klukkustundarsamtal þá hugsaði ég „HVAÐ var þetta og hvaðan kom þetta???“.

 

Að labba út frá ókunnugum með lausnir á málum sem þú varst ekki búin að átta þig á að væru að tefja þig í daglegu lífi er ótrúleg upplifun. Margrét er með notarlega nærveru, það er gott að spjalla við hana og fær hún mín bestu meðmæli.

​

hjúkrunar

fræðingur, einkaþjálfari og snappari (gymlara)

Klara Ólafsdóttir

Ég fór til Margrétar á mjög erfiðum tíma í mínu lífi og upplifði mig á hálfgerðum byrjunarreit. Mig hefði aldrei grunaði hvað þetta gerði fyrir mig. Hver tími hefur verið ótrúlega gefandi og á örfáum tímum finnst mér ég vera sterkari og hafa öðlast meira sjálfstraust og sjálfsvirðingu.

 

Margrét er einstaklega hlý og traust með góða nærveru og sýnir einlægan áhuga. Hún hjálpaði mér að komast aftur á beinu brautina og ég veit núna hvert ég stefni.

​

nýbökuð móðir með

BS í reið

mennsku og reiðkennslu

bottom of page