GJALDSKRÁ

 

Öll samtöl er hægt að taka í gegn um skype eða myndsíma. Ég er á námskeiði núna í okt - nóv, hjá Háskólanum á Akureyri  sem heitir "Fjarþjónusta fagaðila". Þar sem ég er m.a. að læra á samskiptaforitið Zoom, en með að taka það kerfi í notkun eyk ég öryggi okkar í fjarsamskiptum til mikilla muna. En það er alltaf mín stefna að auka gæði þjónustu minnar, hvort heldur sem um ræðir á stofu eða í gegn um fjarsamskiptabúnað.

 

Ég vil taka það fram að fyllsta trúnaðar er ávallt gætt.

Í einum tíma í markþjálfun getur margt gerst og margar uppgötvanir orðið sem hjálpa þér að ná betri fókus í lífi eða starfi.  

Af reynslu minni bæði sem markþjálfi og sem markþegi mæli ég eindregið með í það minnsta þremur til fimm  tímum til að ná árangri og átta til tíu skiptum til að viðhalda og auka árangur enn frekar.  Ef keyptur er pakki með tíu tímum í markþjálfun fylgir sá ellefti frír og með honum fylgir sérstakur bónus sérsniðinn fyrir þig.

Samningur um fjölda skipta er gerður í fyrsta tíma, svo báðir aðilar séu ábyrgir fyrir framgangi  samtalanna og beri virðingu fyrir þeim tíma sem  þú ert að gefa sjálfri/sjálfum þér að gjöf. Gjöf sem heldur áfram að gefa.

  • Stakur tími kostar kr 11.500.-

  • 10% afsláttur er veittur ef samtalið fer fram í gegn um fjarsamskiptabúnað, zoom, myndsíma eða skype.

  • 10% afsláttur er fyrir öryrkja og heldriborgara.

  • Takir þú sex skipti eða fleiri telst það til námskeiðs og er veitt með 15% afslætti.

Ég vil vekja sérstaka athygli á því að hægt er að sækja um styrk vegna námskeiða til vel flestra stéttarfélaga.

Gjafabréf í markþjálfun er gjöf sem ekki verður metin til fjár. Með því að fjárfesta í slíku gjafabréfi getur þú verið viss um að sá heppni eða sú heppna fær upplifun sem er engu lík.

Gjöf sem styður við að viðkomandi verði besta útgáfan af sjáfum sér er öllum í hag.

hafðu samband

Að hika er sama og hika

Margrét G. Gunnarsdóttir

+354 698 3010

margret@margretmarkthjalfi.is

Messenger 

ACC_WEB_White.png
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

PatrekurJaime mælir með...