Þjónusta ætluð þér og eða þeim sem þér þykir vænt um
Skoðaðu námskeiðin í gjaldskránni sem standa til boða, þau koma betur út fyrir þig og peningaveskið
55 min
17.900 íslenskar krónur55 min
17.900 íslenskar krónur55 min
17.900 íslenskar krónur55 min
24.000 íslenskar krónur55 min
15.900 íslenskar krónur
Eva Margrét Kristófersdóttir
21 árs nemi og starfsmaður á leikskóla
„Eftir að ég byrjaði hjá Margréti í markþjálfun hefur hugafar mitt og hugsanir breyst rosalega til hins betra. Mér finnst ég hafa miklu meira vald á mínum eigin hugsunum og þá sérstaklega neikvæðum hugsunum. Þetta er allt Margréti að þakka þar sem hún er búin að hjálpa mér að finna ,,verkfæri" sem ég notast við þegar erfiðir dagar koma. Margrét er einstaklega góður mannþekkjari og mér líður eins og hún þekki mig betur en ég geri sjálf, sem er magnað. Tímarnir hjá henni eru hver öðrum betri og finnst mér ég alltaf færast nær og nær mínum markmiðum eftir hvern tíma. Ég mæli 300% með Margréti ef þú ert að leita af góðum og metnaðarfullum markþjálfa sem MUN aðstoða þig með þín markmið."
Sirrý Laxdal
49 ára þjónustufulltrúi og fararstjóri
„Vorið 2018 skellti ég mér til Margrétar í viðtalstíma í Markþjálfun. Ég ákvað að prófa en ég viðurkenni fúslega að ég fór af stað án allra væntinga en þannig VAR ég bara, hef alltaf haft litla trú á svona hlutum. En á þessum tímamótum sem ég stóð á var ég leitandi eftir þessu „einhverju”, föst í einhverju hólfi og ekkert gerðist. Ég var svolítið búin að tapa trúnni á mér sjálfri og hún var kannski ekki mikil fyrir. Það var alveg sama hvað ég ákvað „að nú færi ég af stað", en mánuði seinna var ég á sama stað. Ekket hafði breyst eða gerst. Margrét er mögnuð kona. Eftir að ég fór að hitta hana þá var ég allt í einu komin í ræktina. Smám saman jókst þetta, ég var farin að fara út að hjóla og draga húsbóndann með (hver hefði nú trúað að það gengi). Ég bað um launahækkun í fyrsta skipti og já ég fékk hana. Sjálfstraust mitt jókst, ég setti sjálfri mér mörk og mörk gagnvart öðrum hvað mig varðar.
Í kjölfarið skráði ég mig í Leiðsögumanna- nám, kláraði það í maí 2019. Bætti við mig auknum ökuréttindum og starfa í dag sem akandi leiðsögumaður, hjá fyrirtæki sem heitir Geo Travel, sem fer í ferðir í Öskju með hópa, einnig Lofthellir ( Íshelli) sem er í Mývatnssveit. Ég tek einnig að mér verkefni sjálf að keyra fólk um landið. Það eru forréttindi að vinna við það að skoða landið sitt og segja fólki frá og sýna því fallega staði. Þetta hefði ég ekki gert ef ég hefði ekki ratað til Margrétar.
Ég hef öðlast sjálfstraust að nýju, stend við þau mörk sem ég sér mér, tók þá ákvörðun að segja upp vinnunni sem ég var í sem var “save job” og taka áhættu að fara að vinna við það sem er mig hefur lengi dreymt um að þvælast um með ferðafólk.
Hér eftir ætla ég bara að gera það sem mér finnst skemmtilegt.
Þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei gert ef ég hefði ekki farið til Margrétar í markþjálfun. Margrét takk fyrir mig, þú ert hörku jaxl."
„Að ná jarðtengingu og komast á flug á sama tíma er kanski setning sem lýsir vel tilfinningunni sem ég upplifi oft eftir tíma hjá Margréti. Fyrir mér, skapandi konu í fyrirtækjarekstri með marga bolta á lofti er óendanlega dýrmætt að geta haft aðgang að konu eins og Margréti sem er fljót að draga fram það besta í mér og hjálpa mér að finna réttu tólin til að ná jafnvægi og koma hugmyndum mínum og markmiðum á rétta braut. Oft hafa rannsóknir mínar hjá henni skilað undraverðum árangri og “aha móment” koma upp reglulega. Ég get hiklaust mælt með henni og mæli með fyrir alla að vera reglulega hjá markþjálfa til að halda sig á beinu brautinni og ná hröðum árangri í lífi og stafi."
Grasið er ekki grænna hinumegin, heldur þar sem þú vökvar það