top of page

meira um mig

IMG_4354.jpeg
Ástríða fyrir markþjálfun sem skilar árangri

„Breytingar munu ekki eiga sér stað ef við erum alltaf að bíða eftir einhverjum öðrum eða eftir að rétti tíminn komi. 

Við erum þau sem við höfum verið að bíða eftir. Við erum breytingarnar sem við leitumst eftir".

- Barack Obama

professional-certified-coach-pcc-skjöldurinn.png

Mannleg samskipti hafa alla tíð vakið áhuga minn og athygli. Samskipti milli barna og unglinga eru mér sérstaklega hugleikin. Bæði sökum þess að ég er kennari og þroskaþjálfi að mennt, en ekki síður sem hlutlaus en áhugasamur áhorfandi. Það er fróðlegt að fylgja einstaklingum eftir og sjá hvernig og hvenær barnslegt sakleysi og einlægni breytist þegar sápukúla sakleysisins springur og lífið skellur á af öllum sínum þunga.

​

Hver aldur hefur sinn sjarma og þó að lífið virki ekki alltaf sanngjarnt er nauðsynlegt að innræta börnum strax frá fyrstu tíð og minna stöðugt á að lífið er ferðalag og við sjálf erum fararstjórarnir. Við ráðum ekki öllu sem lífið leggur á leið okkar, en við ráðum hvernig við tökumst á við hið óvænta. Látum við af störfum sem fararstjórinn eða aðlögum við ferðalagið okkar að aðstæðum og höldum því áfram með báðar hendur á stýri?

​

Unglingsárunum fylgir erfitt verkefni sem felur í sér m.a. að skilgreina sjálfan sig, fyrir hvað maður stendur og hverjir draumar manns og þrár eru. Það furðulega er að eftir því sem árum og tímamótum fjölgar stendur maður sig að því að skilgreina sig upp á nýtt, út frá breyttum forsendum. Ef vel tekst til erum við stöðugt að vaxa og dafna, verða betri útgáfa af sjálfum okkur. Þegar á heildina er litið er það stærsta og mikilvægasta gjöfin sem við gefum sjálfum okkur og þeim sem við elskum, að verða besta útgáfan af sjálfum okkur.

​

​

Sjálfsmyndin verður ekki til á einni nóttu, heldur með stöðugri sjálfsvinnu sem við stundum með öllum þeim ákvörðunum og aðgerðum sem við tökum hverju sinni"

- John Dewey

Háskólamenntun, annað nám, námskeið og vinnustofur
  • Grunnnám í markþjálfun frá Evolvia ehf, vor 2018

  • ACC alþjóðleg vottun sem markþjálfi frá ICF (International Coaching Federation).

  • Framhaldsnám í markþjálfun frá Evolvia, vor 2019

  • Coaching The Daring Way: Ragnhildur Vigfúsdóttir, okt 2018 (ICF)

  • The Butterfly Effect - Workshop Presented By: Guy Woods, jan 2019 (ICF)

  • Starfandi í stjórn ICF Iceland, maí 2019 - maí 2021

  • Stafandi í siðanefnd ICF Iceland, maí 2021- maí 2022

  • Coaching journey to essential motivation: Nathalie Ducrot, jan 2019 (ICF).

  • How to use the ICF website: José de Sousa, jan 2019

  • ​​Building a Coaching Culture in organisations; in times of change and with multi-generaitonal workforces: Hilary Oliver PCC, okt 2019

  • Fjarþjónusta fagaðila – þjónusta 21. aldarinnar, (Online counselling and psychotherapy) Háskólinn Akureyri: Ingibjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA og diploma í fjarmeðferð. okt-nov 2019

  • Meðlimur í ICF og ICF Iceland, félagi vottaðra markþjálfa 

  • Þroskaþjálfi frá Kennaraháskóla Íslands, 2005

  • Grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands, 2007

  • Betri færni - betri líðan. Námskeið í hugrænni atferlismeðferð: Guðrún Árnadóttir sálfræðingur, okt/nóv 2011

bottom of page