top of page

Sjálfsefling = sjálfsþekking

  • 55 min
  • 13.900 íslenskar krónur
  • Location 1

Service Description

Stendur þú á tímamótum? Það þarf ekki mikið til að fara út af sporinu um stund. Það krefst því meira átaks af okkur að grípa aftur um stýrið og leiðrétta stefnuna eða hreinlega breyta henni ef svo ber undir. Oft þegar fólk lendir á tímamótum hugsar það líf sitt upp á nýtt eða sér það frá öðru sjónarhorni, með nýjum gleraugum. Til þess að taka framförum og öðlast þroska þurfum við að vera tilbúin til að gera breytingar og komast þannig upp úr gamalgrónu hjólfari. Slík vinna er áskorun og krefst hreinskilni og heiðarleika til að skila því sem af henni er vænst. Breytingar eru mörgum erfiðar og þá getur verið nauðsynlegt að hafa hlutlausan aðila til að hjálpa sér við að sjá að í breytingum geta leynst tækifæri til að líta inn á við og baða eigin hugsanirnar í nýju ljósi og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Dæmi um tímamót: • Eignast barn • Skipta um vinnu • Skilnaður • Veikindi • Börnin fljúga úr hreiðrinu • Breytingaskeið • Að hætta að vinna, eftirlaunaaldurinn • Krísuástand „Upphaf þúsund mílna ferðalags hefst með einu skrefi“. - Lao Tzu


Contact Details


bottom of page